Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segir að tölvupóstar milli  Ingva Hrafns Óskarssonar, sem sagði sig úr stjórn RÚV í gærkvöldi, og starfsmanns fjármálaráðuneytisins, sýni að stjórnendur RÚV veittu fjárlaganefnd rangar upplýsingar. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Fyrst komst upp um málið í síðustu viku en þá hafnaði Útvarpsstjóri því að forsvarsmenn RÚV hafi blekkt fjárveitingarvaldið.

Málið varðar skilyrt viðbótarframlag sem nemur 182 milljónum króna sem RÚV var veitt fyrr á þessu ári. Pósturinn sem um ræðir var sendur af Ingva Hrafni til starfsmanns innan fjármálaráðuneytisins en að mati Guðlaugs Þórs staðfesta þeir að RÚV hafi veitt rangar upplýsingar um fjárhag félagsins.

Póstur Ingva var ósk eftir staðfetingu á því að fjármálaráðuneytið muni ekki óska eftir frekari gögnun til viðbótar þau sem hafi þegar verið veitt, s.s. sérstaka rekstraráætlun.