*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 27. mars 2019 07:23

Hópefli talin vera tíma- og peningasóun

Forstjórinn og bókahöfundurinn Carlos Valdes-Dapena segir hópefli vera sóun á tíma og peningum.

Ritstjórn
Keiluferðir efla ekki starfsanda fyrirtækja til lengri tíma litið, að sögn Carlos Valdes-Dapena.
Haraldur Guðjónsson

Mest allt hópefli sem fer fram meðal starfsmanna fyrirtækja er tíma- og peningasóun. Svo segir forstjórinn og bókahöfundurinn Carlos Valdes-Dapena og segir hann þessa kenningu sína byggða á 25 ára rannsóknum sínum á skilvirkni liðsheilda í grein í Harvard Business Review.

Nefnir Dapena í grein sinni nokkur raundæmi um hópefli sem ekki skiluðu tilætluðum árangri. Mörg fyrirtæki ákveði að standa fyrir viðburðum til að efla liðsandann á vinnustaðnum, til dæmis með því að fara saman í keilu. 

Segir hann að slíkir viðburðir geti þétt liðsheildina til skamms tíma, en dagleg pressa fyrirtækja til að skila árangri geri það að verkum að áhrifin séu skammvin.

Hægt er að kynna sér rannsóknir og kenningu Dapena betur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim