Bjarnfreður Ólafsson segir í samtali við Viðskiptablaðið að miðað við þær forsendur sem Hæstiréttur gefur sér til þess að komast að niðurstöðu í Al-Thani málinu, þ.e. að hann hafi átt við Ólaf Ólafsson í margumræddu símtali,  hefðu þær frekar átt að leiða til sýknu Ólafs.

„Ef af einhverjum furðulegum ástæðum þetta hefði verið Ólafur Ólafsson, og hann hefði náð í mig þetta snemma og spurt mig út í þetta, sýnist mér það frekar benda til að maðurinn hafi verið saklaus út frá þeim sjónarmiðum sem Hæstiréttur gengur út frá,“ segir Bjarnfreður.

Hann segir einmitt sagt í símtalinu að hann hafi ekki rætt við „Óla“ um að lánið væri arðgefandi, en það sé einmitt það sem Hæstiréttur byggi refsidóminn á, skilji hann dóminn rétt.

„Þannig að ef að þetta var Ólafur Ólafsson sem átt var við í símtalinu var hann saklaus samkvæmt forsendum Hæstaréttar, því samkvæmt þeim vissi hann ekkert um þetta. Í þessum málum er allur vafi hins vegar leystur á hinn veginn og rúmlega það,“ segir Bjarnfreður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .