Landlæknir Bandaríkjanna, Dr. Vivek Murthy, segir notkun ungs fólks á rafsígarettum „alvarlegt vandamál.“ Frá þessu er greint á BBC .

Embættið sendi frá sér langa skýrslu í dag þar sem að mælt er með frekari reglusetningu og skattlagningu á notkun rafsígarettna. Rafsígaretturnar eru tæki sem breyta niktótínvökva í nokkurs konar gufu.

Þar sem að þær brenna ekki eiturefnum eins og venjulegar sígarettur hafa sumir sérfræðingar sagt að það sé betra að reykja þær heldur en venjulegar sígarettur. Hins vegar bendir Dr. Murthy á að það hafi ekki verið gerðar nógu margar rannsóknir til að fullyrða slíkt.

Að mati landlæknisins getur notkun nikótíns leitt til skapsveiflna, einbeitingarskorts og þess að ungt fólk verði háð nikótíni í auknum mæli. Margir sígarettuframleiðendur stefna að því að færa áherslu sýna yfir í framleiðslu á rafsígarettum til þess að koma í veg fyrir að fólk noti hefðbundnar sígarettur eða aðrar tóbaksvörur.