Siv Friðleifsdóttir hefur ekki verið ráðin aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að hún hafi verið ráðin til tímabundinna verkefna í tengslum við formennskuár Íslands í Norðurlandaráði 2014. Félags- og húsnæðismálaráðherra er jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda.

Jóhannes Þór segir að aðstoðarmenn fjögurra ráðherra Framsóknarflokks (í fimm ráðuneytum)  séu því 8 talsins, en ekki ellefu eins og haldið hefur verið fram í dag.

Aðstoðarmenn fimm ráðherra Sjálfstæðisflokks eru, að sögn Jóhannesar Þórs, 7 talsins. Tveir aðstoðarmenn eru ráðnir á vegum ríkisstjórnarinnar í heild sinni, annars vegar efnahagsráðgjafi ráðherranefnda, og hins vegar upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.