*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 3. ágúst 2017 15:34

Segir skýrslu Hafró hlutdræga

Gunnar Steinn Gunnarsson sem stefnir að stóru laxeldi á Austfjörðum segir skýrslu um erfðablöndun draga með villandi hætti úr burðargetu athafnasvæðis Laxa fiskeldis.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einn eiganda Laxa fiskeldis í Reyðar- og Fáskrúðsfirði, Gunnar Steinn Gunnarsson, segir skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um hættu á erfðablöndun laxastofna vera heldur hlutdræga. Sjáist það af því að vísað er til Breiðadalsár sem sjálfbærrar laxveiðiár í sérstakri hættu á einum stað í skýrslunni meðan hún sé á öðrum stað á lista yfir hafbeitarár að því er hann segir í Morgunblaðinu.

Segir hann ána hafa verið þekkta fyrir litla náttúrulega laxagengd öldum saman og vísar í bæði skýrslu landshöfðingja frá 1898 sem og þeirrar staðreyndar að frá árinu 1967 hafi veiðirétthafar í ánni sleppt allt að 200 þúsund laxaseiðum í ána ár hvert.

Með Skýrslunni sem ber yfirskriftina „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á íslandi,“ sem Fiskifréttir hafa meðal annars fjallað um, sé burðargeta Reyðarfjarðar fært niður í 9.000 tonn úr 20.000 tonn vegna hættu á erfðamengun.

Félag Gunnars Steins, Laxa fiskeldi hefur stefnt á 24 þúsund tonna laxeldi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfyrði en nú veltir hann fyrir sér hvort það sé verið að vega að þeim áætlunum með þessari skýrslu. „Ég á mjög erfitt með að skilja þetta,“ segir Gunnar Steinn. „Rök Hafró eru allt annað en vísindaleg, skýrslan er búin til úr heimalöguðu módeli og er heldur hlutdræg.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim