Hagstæð kjör á verðtryggðum lánum eiga þátt í hækkandi fasteignaverði að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka, Jóns Bjarka Bentssonar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Hann segir að það sé auðveldara að standast greiðslumat á 40 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni en óverðtryggðu láni.

„Þetta hefur þau áhrif á markaði að fasteignaverð hækkar frekar en ella. Verðið hefði ekki hækkað jafn mikið ef fólk væri almennt að taka óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum,“ segir Jón Bjarki í samtali við blaðið.

Samkvæmt nýjum gögnum frá Seðlabanka Íslands stóðu verðtryggð lán, með veði í búð, til heimila í 1.208 milljörðum króna og til samanburðar voru heildarlán til heimila, með veði í búð, þá 1.430 milljarðar.