Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með afgerandi 5% forystu á Pírata.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður missir Björt framtíð fylgi á ný eftir að hafa tekið stökk undanfarnar vikur, en Samfylkingin helst við 6% fylgi.

Þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, hafi rætt saman um helgina um væntanlegt stjórnarsamstarf segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar að flokkurinn geti ekki tekið þátt í slíku með svona lítið fylgi.

„[...]við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf,“ segir Sigríður í viðtali í Fréttablaðinu. „Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna.“