*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 30. júní 2018 14:12

Segist hafa sannfært Sádi-Arabíu

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann hafi sannfært Sádi-Arabíu um að auka olíuframleiðslu.

Ritstjórn
epa

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann hafi sannfært Sádi-Arabíu um að auka olíuframleiðslu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg. Þessi yfirlýsing forsetans gæti mögulega stefnt samkomulagi sem  OPEC ríkin náðu í síðustu viku í voða.

Forsetinn sagði í færslu á samskiptamiðlinum Twitter nú í dag að hann hafi talað við Salman bin Abdulazis, konung Sádi-Arabíu, og hvatt hann til að auka olíuframleiðslu í ríki sínu. En olíuverð hefur farið hækkandi að undanförnu. Forsetinn vill að framleiðslan verði aukin upp í 2 milljónir tunna á dag til að stemma stigu við þessa hækkun og segir hann að Salman hafi fallist á það. 

Ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu hefur nú gefið út að Salman hafi ekki meint að þeir muni auka framleiðsluna um framangreint magn. Heldur hafi leiðtogarnir tveir aðeins sammælst um mikilvægi þess að halda stöðugleika á olíumarkaði.