*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 4. október 2018 14:46

Segja allt rangt hjá dósentinum

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem samtökin svara ummælum dósents í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

Ritstjórn
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem samtökin svara ummælum Guðmundar Ævars Oddssonar, dósents í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

Að sögn SA eru ósannindi um ójöfnuð á Íslandi ítrekað sett fram af lærðu fólki sem standist ekki skoðun á viðeigandi gögnum. Nýlega hafi Guðmundur Ævar farið ófögrum orðum um ástand mála. Framlag hans hafi komið fram á undirbúningsfundi Eflingar stéttarfélags fyrir komandi kjarasamninga og hafi fengið gífurlega fjölmiðlaumfjöllun, einkum á RÚV. Allt hafi reynst rangt hjá dósentinum.

SA nefnir fjórar meintar rangfærslur. Fyrsta rangfærslan snúi að því að ójöfnuður tekna og eigna hafi aukist undanfarin ár. Önnur rangfærslan snúi að því að ójöfnuður í eignaskiptingu sé meiri en fyrir hrun. Þriðja rangfærslan snúi að því að tekjujöfnuður á Íslandi sé mjög lágur ef fjármagnstekjur eru teknar út fyrir sviga og loks að fjórða rangfærslan snúi að því að eignaskipting á Íslandi sé mjög ójöfn í alþjóðlegum samanburði.   

SA svarar hverri meintri rangfærslu ítarlega í tilkynningu sinni sem má sjá í heild hér.

Stikkorð: SA
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim