Í umfjöllun tímaritsins Newsweek um efnahagsuppganginn á Íslandi síðustu ár segja þeir að landið hafi verið á barmi efnahagslegra hamfara fyrir áratug síðan en í dag sé ástandið allt annað og betra, sem sé meðal annars Game of Thrones þáttaröðinni að þakka.

Segja þeir marga ferðamenn sem hafi flykkst til landsins á undanförnum árum fyrst séð magnað landslagið í þáttunum, en einnig benda þeir á athyglina sem landið fékk vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Ólafur Margeirsson, sem situr í stjórn Seðlabankans ásamt því að vera fræðimaður við Binzagr stofnuna fyrir sjálfbæra hagsæld ber stöðuna hér á landi við Portúgal, sem hafi um 10 milljón íbúa en fái um 40 milljón gesti til landsins ár hvert.

„Allir tala um hve mikil sprenging hefur orðið í ferðamennsku í Portúgal,“ segir Ólafur í viðtali við Newsweek . „Það er miðað við fjórfaldan íbúafjöldann. Ferðamannafjöldinn á Íslandi er sjöfaldur íbúafjöldinn.“