*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 20. ágúst 2012 09:07

Segja gögn benda til brota ráðherra og bankastarfsmanna

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður B.M. Vallár, ætlar að fara yfir verklag stjórnvalda og Arion banka í dag.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður B.M. Vallár, hefur boðað til blaðamannafundar í dag ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni og hyggjast þeir leggja fram gögn sem benda til að ráðherrar, einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefndanna, hafi gerst brotlegir við ýmis ákvæði íslenskra laga sem refsingar eru lagðar við. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um blaðamannafundinn sem send var út í morgun. Stjórnvöld brutu lög og Arion banki mismunaði skuldurum er yfirskrift fundarins.

Þeir Víglundur og Sigurður ætla að fara yfir verklag stjórnvalda í kjölfar efnahagshrunsins og starfsaðferðir Arion banka við yfirtöku B.M. Vallár á fundinum sem fram fer kl. 13:30 í dag.

Stikkorð: Arion banki BM Vallá