*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 14. desember 2016 15:48

Segja halla á atvinnurekendur

SI mótmæla skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga og segja fjölgun fulltrúa halla á atvinnurekendur.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samtök iðnaðarins mótmæla skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga og segja fjölgun fulltrúa í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga halla á fulltrúa atvinnurekenda enda komi allir viðbótarfulltrúarnir úr röðum bænda.

Segja þeir í fréttatilkynningu frá samtökunum að varamaður fulltrúa atvinnurekenda ættu að verða fullgildur fulltrúi.

Ákvæði og markmið laga ekki verið fullnægt

„Samtök iðnaðarins mótmæla skipan landbúnaðarráðherra í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga samkvæmt bráðabirgðaákvæði við búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í september,“ segir í tilkynningunni.

„Samtökin telja að ákvæði og markmiði bráðabirgðaákvæðis laga hafi ekki verið fullnægt og hefur ráðherra verð sent bréf þess efnis.

Upphaflega stóð til að 7 aðilar skipuðu fulltrúa í hópinn og að atvinnurekendur hefðu þar jafnt vægi á við aðra. Samkvæmt ákvæðinu skal landbúnaðarráðherra skipa samráðshópinn ekki síðar en 18. október 2016.

Samkvæmt ákvæðinu skal „tryggja  aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019“, eins og segir í lögunum.

Fulltrúum fjölgað úr 7 í 12

Þann 17. nóvember síðastliðinn skipaði landbúnaðarráðherra samráðshóp og þegar skipunarbréf birtist kom í ljós að búið var að fjölga fulltrúum úr 7 í 12 og koma viðbótarfulltrúar í samráðshópinn nánast allir úr röðum bænda.

Þannig hefur vægi atvinnurekenda minnkað verulega og telja samtökin það ekki vera í anda bráðabirgðaákvæðis laganna og ekki í anda þeirra hagsmuna sem eru undir.“

Framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson, segir búvörusamningana ekki vera einkamál bænda.

„Í virðiskeðju verðmætasköpunar í landbúnaði og matvælaframleiðslu í landinu skiptir úrvinnsla landbúnaðarafurða miklu máli,“ segir Almar.

„Ekki síður þarf að huga að þeim veigamikla iðnaði sem nýtir landbúnaðarafurðir sem lykilhráefni, gjarnan í samkeppni við innflutning. Við endurskoðun á samningnum er mikilvægt að þessir hagsmunir séu hafðir í huga.

Samtök iðnaðarins gera því þá kröfu að varamaður fulltrúa atvinnurekenda í samráðshópnum verði gerður að fullgildum fulltrúa í starfi hópsins þannig að margþættir hagsmunir atvinnurekenda heyrist.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim