Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Skagafirði á morgun verða stjórnarformannsskipti að því er Fréttablaðið segir í morgun.

Segir blaðið að Illugi Gunnarsson, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra muni þar taka við sem stjórnarformaður stofnunarinnar en Jón Gunnarsson, samflokksmaður hans og núverandi ráðherra sveitarstjórnarmála skipar í stöðuna.

Núverandi formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra byggðamála, skipaði núverandi stjórnarformann, Herdísi Á. Sæmundsdóttur, í apríl árið 2015.