Stjórnendur vefblaðsins Kjarnans hafa rætt óformlega við þrjá fjárfesta um að taka þátt í hugsanlegri hlutafjáraukningu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í blaðinu í morgun.

Magnús Halldórsson, einn af stofnendum miðilsins vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðið leitaði eftir því.

Morgunblaðið segir að þegar Kjarnanum var hleypt af stokkunum hafi blaðamaður sagt í auglýsingu: „Við eigum Kjarnann, engir fjárfestar, engin hagsmunaöfl, ekkert rugl.“