*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 17. febrúar 2017 10:01

Segja mikinn skort á hjúkrunarfræðingum

Að mati Félags hjúkrunarfræðinga vantar 290 hjúkrunarfræðinga til starfa til að manna fjármögnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum.

Ritstjórn
Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga frá Guðbjörgu Pálsdóttur, formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Aðsend mynd

Í nýútkominni skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga sem unnin var af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að alls vanti 290 hjúkrunarfræðinga til starfa til að manna fjármögnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Samkvæmt mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra vantar 523 hjúkrunarfræðinga til starfa samkvæmt áætlaðri þörf.

„Samkvæmt greiningu á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga eru einungis 69% þeirra félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og starfa um þúsund hjúkrunarfræðingar við annað en hjúkrun. Þá er brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi að meðaltali 15% á undanförnum fimm árum. Launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera er um 20%. Algengustu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga eru 359 þúsund krónur fyrir fullt starf og meðaltalsdagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eru 526 þúsund krónur,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að til að tryggja næga mönnun í hjúkrun og þar með öryggi sjúklinga og að draga úr dánarlíkum þeirra er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða hjá hinu opinbera og öðrum heilbrigðisstofnunum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim