Í Markaðspunktum frá greiningardeild Arion banka kemur fram að teikn séu á lofti um það að raungegnið sé farið að hafa áhrif á neyslu ferðamanna hér á landi. Fram kemur að núverandi raungegni sé hátt í sögulegu samhengi bæði á mælikvarða verðlags og launa en þó hefur jafnvægisraungengi hækkað og svo virðist sem núverandi raungengi.

„Þrátt fyrir það eru teikn á lofti um að raungengið sé farið að hafa áhrif á neyslu ferðamanna. Kortavelta á hvern ferðamann hefur verið að dragast saman auk þess sem hægt hefur töluvert á fjölgun ferðamanna. Þar að auki dróst viðskiptaafgangurinn sem hlutfall af VLF saman um meira en helming frá 2016-2017. Það er því okkar mat að núverandi raungengi muni að lokum leiða til halla og þá sérstaklega ef ytri aðstæður þróast til verri vegar. Þar við bætist að m.v. erlenda fjárfestingarþörf lífeyrissjóða þarf þjóðarbúið á talsverðum viðskiptaafangi að halda til að mæta fyrirsjáanlegu útstreymi nema til komi erlent innstreymi á móti,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar.

Fram kemur að samfelld hækkun raungengis krónunnar sé ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem búa við harðan samkeppnismarkað er til þess fallin að eitthvað verður undan að láta. Spenna á vinnumarkaði bendir til þess að innlent verðlag sé líklegra til að styrkja raungengið en veikja það. Sögulega séð hefur raungengið alltaf veikst í gegnum nafngengið á Íslandi og að okkar mati verður engin breyting þar á.

Greininguna má nálgast hér .