Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja að forsvarsmenn Ríkisúrvarpsins hafi vísvitandi blekkt fjárveitingarvaldið með því að gefa rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

RÚV fékk tímabundna fjárheimild að upphæð 182 milljóum króna sem var háð því að á vegum stjórnar RÚV fari fram endurskipulagnir á rekstri RÚV og áætlun gerð um sjálfbæran rekstur. Tímamark þeirra áætlana var í lok mars 2015 en fjárlaganefnd fékk tilkynningu þar sem því var haldið fram að RÚV hafi fullnægt skilyrðunum sem sett voru fram. Nefndarmenn í fjárlaganefnd Alþingis telja það ekki vera rétt.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hafnar því með öllu að forsvarsmenn hafi blekkt fjárlaganefnd. Hann segir að vinna við hagræðingu RÚV hafi fram fram með aðilum frá bæði fjármála- og menningarmálaráðuneyti og að allir aðilar hafi verið sammála um að skilyrðum hefði verið náð.