Arion banki hefur hafið undirbúning fyrir skráningu á markað erlendis samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar . Hún gæti átt sér stað í apríl, ef marka má fréttina. Þetta styrkir enn undir stoðir þessa orðróms, sem að áður hefur verið fjallað um.

Kaupþing - sem fer með 87% eignarhlut í Arion banka - hefur beðið sænska fjárfestingabankann Carnegie um aðstoð við skráninguna. Samkvæmt fréttum í fyrra var talið líklegt að skráning bankans færi fram í Svíþjóð. Einnig aðstoða Citi og Morgan Stanley við skráninguna, segir í fréttinni. Aðrir bankar meðal annars Deutsche Bank, eiga aðild að skráningunni.

Citi og Morgan Stanley voru beðin um aðstoð við skráninguna í fyrra. Að mati Reuters er þetta skref í átt að endurhæfingu íslenskra fjármálastofnanna í þátttöku á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði. Ekki hefur neitt svar borist frá bönkunum umræddu.