Um 30 grunnskólakennarar hafa sagt upp störfum frá því að kjaradeila kennara hófst. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is um málið.

Til að mynda hafa 21 kennarar sagt upp störfum í Seljaskóla í Breiðholti í dag og í gær. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla segir þetta stærstu stærstu hópuppsögn grunnskólakennara á tæplega 20 árum. Haft er eftir Magnúsi í samtali við Mbl.is að staðan sé erfið.

Leggja niður störf í dag

Í frétt RÚV kemur einnig fram að grunnskólakennarar koma til með að leggja niður störf klukkan hálf tvö í dag og fylkjast á samstöðufundi. Að sögn kennara í Norðlingaskóla sé staðan erfið og að uppsögnum kennara rigni nú inn.

Jafnframt er haft eftir kennaranum að hann óttist að þó að samningar náist sé ekki víst um hvort að þeir sem hafi sagt upp störfum skili sér til baka. Næsti samningafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú.