Tólf þúsund manns verður sagt upp störfum hjá tæknirisanum Intel fyrir árslok 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Niðurskurðurinn er liður í endurskipulagningu fyrirtækisins og nýju sérhæfingarsviði þess.

Intel hyggst færa sig nær skýjalausnum og snjalltækjum á borð við snjallsíma og spjaldtövur. Uppsagnirnar nema um 11% af öllu starfsfólki fyrirtækisins sem hefur hingað til verið þekktast fyrir framleiðslu, hönnun og þróun tölvuíhluta á borð við örgjörva.

Félagið hefur starfsstöðvar víða um heim - meðal annars í Kaliforníu, Arizona og Oregon, Kína, Írlandi, Ísreal og Mexíkó. Niðurstöður fyrsta ársfjórðungs fyrirtækisins voru sumum fjárfestum vonbrigði, sem hefur mögulega haft áhrif á uppsagnirnar fyrirætluðu.

Hagnaður félagsins á fjórðungnum námu þá 13,7 milljörðum Bandaríkjadala þegar 13,8 milljörðum hafði verið spáð, eða um 1700 milljarðar króna þegar búist hafði verið við 1711 milljörðum króna. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur lækkað um tæp 2% á síðustu fimm viðskiptadögum.