*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Erlent 8. nóvember 2018 14:01

Segja upp 5000 manns

Bombardier hyggst segja upp 5.000 manns en uppsagnirnar eru liður í að straumlínulaga starfsemi flugvélaframleiðandans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kandadíski flugvélaframleiðandinn Bombardier, sem framleiðir meðal annars hluta af flugvélum Air Iceland Connect, hyggst segja upp 5.000 starfsmönnum á næstu 12-18 mánuðum samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt forsvarsmönnum Bombardier eru uppsagnirnar liður í því að staumlínulaga starfsemi fyrirtækisins.

Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 70.000 um allan heim. 

Tilkynning um áætlanirnar kom í kjölfarið á birtingu á uppgjöri félagsins fyrir annan ársfjórðung. Hagnaður fyrir skatta nam 267 milljónum dollara og var um helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Þá greindi félagið einnig frá því að gert sé ráð fyrir 10% tekjuvexti á næsta ári. Myndi það þýða að tekjur félagsins myndu nema a.m.k. 18 milljörðum dollara.