Ryanair hefur gefið út tilkynningu þess efnis að félagið muni lækka meðalverð fargjalda um 7% á þessu ári. Félagið hefur verið í miklu verðstríði við keppinauta sína undanfarið með það fyrir augum að auka við markaðshlutdeild sína á lággjaldaflugmarkaðnum.

Fyrirtækinu hefur gengið vel undanfarið en hagnaður þess jókst um 43% á milli ára.

Framkvæmdarstjóri Ryanair sagði í yfirlýsingu sinni að félagið ætli sér að ná markaðshlutdeild frá keppinautum sínum.  "Ef önnur flugfélög ætla sér að keppa við verðin okkar þá munum við lækka þau enn frekar."