*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 28. febrúar 2018 12:05

Segja verðlagsnefnd vanta verklagsreglur

Ríkisendurskoðun gagnrýnir að enn hafi ekki verið settar skráðar verklagsreglur fyrir verðlagsnefnd búvara.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýrri eftirfylgnisnefnd Ríkisendurskoðunar gagnrýnir stofnunin að enn hafi verðlagsnefnd búvara ekki verið settar skráðar verklagsreglur vegna hugsanlegra breytinga á hlutverki hennar.

Hins vegar hefur stofnunin ákveðið að ítreka ekki fjórar ábendingar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá árinu 2015 um störf verðlagsnefndar búvara og ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara.

Stofnunin gerir þó athugasemd við þann drátt sem var á skipun verðlagsnefndarinnar fyrir starfsárið 2017 til 2018, og bendir á að hún eigi að vera fullskipuð 1. júlí hvert ár samkvæmt búvörulögum.

Jafnframt segir Ríkisendurskoðun það mikilvægt að ráðuneytið gæti vel að hæfi þeirra fulltrúa sem það tilnefnir í nefndir á sínum vegum að því er segir á vef stofnunarinnar.