Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir fyritækið bjóða upp á ódýrari bleyjur, dömubindi, rafhlöður, kjúkling og nautakjöt en Costco. Þó segir hann þá ekki geta keppt við vöruhúsið, sem skilgreint er sem heildsali, í vörum sem séu seld í Costco undir innkaupsverði Bónuss að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

„Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur sem segir öfugt við Costco, Bónus ekki mega selja vörur undir kostnaðarverði.

„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims.

Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 krón[um] í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið.“