Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað Bank of America um 12,5 milljónir Bandaríkjadala. Bankinn er sagður hafa brugðist í hlutverki sínu, þegar kom að því að sporna gegn röngum pöntunum á hlutabréfamarkaði.

Um er að ræða stærstu refsingu sem SEC hefur veitt á þessu sviði, en fjármálastofnanir eiga samkvæmt lögum að tryggja viðskiptavinum sínum aðgengi að fjármálamörkuðum og eiga jafnframt að sjá til þess að pantanir fari í gegn með eðlilegum hætti.

Bank of America hefur nú þegar viðurkennt brotið og mun bankinn því þurfa að greiða 12,5 milljónir Bandaríkjadala. SEC telur að bankinn hafi valdið truflunum á markaði í a.m.k. 15 skipti á árunum 2012 til 2014.