*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 28. ágúst 2017 18:03

Sektaðir fyrir ólöglegan Uber-akstur

Fjórir bílstjórar Uber voru í dag sektaðir um tæplega 700.000 danskar krónur fyrir brot á dönskum lögum um leigubílaakstur.

Ritstjórn

Dómstóll í Kaupmannahöfn hefur sektað fjóra bílstjóra sem óku undir merkjum Uber fyrir brot á lögum um leigubílaakstur. Bílstjórarnir voru ákærðir í mars síðastliðnum fyrir að hafa ekið leigubílum án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og leyfi. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Bílstjórarnir fjórir voru sektaðir um samtals 696.600 danskar krónur sem samsvarar tæplega tólf milljónum íslenskra króna. Samtals óku þeir 7.717 ólöglegar ferðir með viðskiptavini. Sá sem fékk hæstu sektina var dæmdur til að greiða 486.500 danskar krónur sem samsvarar rúmum 8 milljónum íslenskra króna. Hinir bílstjórarnir fengu sektir á bilinu 40.000 til 110.000 danskra króna.

Uber sem hóf starfsemi í Danmörku árið 2014 var harðlega gagnrýnt þar í landi og var fyrirtækið sakað um að hafa ósanngjarnt samkeppnisforskot með því að uppfylla ekki lagalegar kröfur um leyfi til leigubílaaksturs. Í febrúar síðastliðnum tóku í gildi ný lög um leigubílaakstur sem þar sem frekari kröfur voru gerðar til leigubíla. Varð það til þess að Uber lagði niður starfsemi í landinu í apríl síðastliðnum. 

Stikkorð: Danmörk Uber
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim