Svissnesk stjórnvöld hafa sektað Coutts & Co. Ltd. fyrir að brjóta reglur um peningaþvætti og græða ólöglega á viðskiptum tengdum fjárfestingarsjóði malasíska ríkisins 1Malaysia Development Bhd. eða 1MDB.

Coutts, sem er í eigu Royal Bank of Scotland Group Plc, leyfði 2,4 milljarða af eignum tengdum sjóðnum í gegnum Sviss þó þeir hefðu átt að hafa fullar ástæður til að gjalda varhug við þeim.

Þetta er mat fjármálaeftirlits Sviss, sem sektaði bankann um andvirði 6,5 milljón svissneskra franka, eða sem nemur 744 milljónir íslenskra króna vegna ólöglegs hagnaðar.

Tengist 3,5 milljarða dala undanskotum

Hefði bankinn brotið alvarlega gegn reglum til að sporna við peningaþvætti með því að láta undir höfuð liggja að gera nægilega gott bakgrunnseftirlit á fyrirtækjum og millifærslum tengdum sjóðnum. Hafi bankinn jafnframt virt að vettugi ábendingar eigin starfsmanna um að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.

Í desember sektuðu fjármálayfirvöld í Singapúr bankann einnig um 2,4 milljón singapúrdali eða sem samsvarar 192 milljónum króna.

Sjóðurinn, sem hafnar ásökunum um að hafa brotið af sér, er undir víðtækum rannsóknum um meinta spillingu og peningaþvætti af hálfu opinberra aðila í Malasíu.

Eru saksóknarar í Singapúr, Sviss, Bandaríkjunum og víðar að skoða ásakanir um undanskot úr sjóðnum sem hafi staðið yfir árum saman. eru meira en 3,5 milljarðar Bandaríkjadala taldir hafa verið fluttir úr sjóðnum.