Seðlabanki Evrópu lækkaði í dag stýrivexti sína um 75 punkta, úr 3,25% í 2,5% og hafa stýrivextir aldrei verið lægri að sögn Reuters fréttastofunnar.

Í rökstuðningi bankans kemur fram að lækkun dagsins sé liður í því að reyna að koma mörkuðum á hreyfingu á ný. Nýjustu tölur sýna að evrusvæðið sé nú í samdrætti og því nauðsynlegt að koma hjólunum af stað á ný.

Þá hefur Reuters eftir ónefndum heimildarmanni innan Seðlabanka Evrópu að verðbólguþrýstingur sé nú lítill sem enginn og því „í lagi“ að lækka stýrivexti um 100 punkta.

Þá sé bankinn einnig að fylgja eftir öðrum seðlabönkum.

Englandsbanki lækkaði einnig stýrivexti sína úr 3% í 2% í morgun og Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði stýrivexti úr 3,75% í 2%.

Þá telja greiningaraðilar á vegum Reuters að stýrivextir Seðlabanka Evrópu komi hugsanlega til að með að lækka enn frekar.