"Í stað þess að að beina athyglinni að mismunandi uppbyggingu íslenska hagkerfisins og þeirra í Suður-Ameríku ætti Seðlabankinn að einbeita sér að því að koma hagkerfi landsins úr þeirri peningamálavandræðum sem nú eru greinilega til staðar, og forða landinu um leið frá hugsanlegum afleiðingum þeirra." Þetta kemur fram í svargrein Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, í Viðskiptablaðinu í dag.

Í grein sinni er Hinds að svara nýlegum ummælum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem sagði á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankastjórnar Seðlabankans að hugmyndin um einhliða upptöku evru hér á landi væri "sprenghlægileg".

Í grein sinni bendir Hinds á að aðstæður hér á Íslandi kunni að vera ekki svo frábrugðnar því sem eitt sinn ríktu í Suður-Ameríku. Um það segir Hinds: "Vaxtamunarviðskipti hafa átt ríkan þátt í fjármögnun íslenska hagkerfisins, og nemur heildarupphæð þeirra í dag tæplega 900 milljörðum króna, á meðan verg landsframleiðsla er aðeins um 1.250 milljarðar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru ríflega 6.000 milljarðar, og nettó skuldastaða er því neikvæð um 180% af vergri landsframleiðslu. Árlegar vaxtagreiðslur til útlanda nema um 200 milljörðum króna, eða um 54% af útflutningi. Það þýðir að þjóðarbúið ætti að nota 46% af útflutningsverðmæti sínu til að að greiða vexti svo skuldir vaxi ekki meira en raun ber vitni. Vandamálið er hins vegar að innflutningur var 200% af útflutningi á síðasta ári. Afleiðingin er sú að vaxtagreiðslur hafa verið fjármagnaðar með auknum lántökum erlendis. Þetta eru sambærileg vandamál við þau sem sköpuðust í Suður-Ameríku vegna þeirrar peningamálastefnu sem var eitt sinn við lýði þar."

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.