Rannsókn félagsins IDC hefur leitt í ljós að tæknirisinn Apple seldi um það bil 11,6 milljón eintök af snjallúri sínu Apple Watch á árinu 2015. Þessar tölur setja Apple í þriðja sæti yfir stærstu framleiðendur snjallúra heimsins.

Apple sjálft hefur ekki gefið út neina tölfræði varðandi sölu úrsins, svo ekki er víst að þessar tölur sé nákvæmar upp á hár. Þær gefa þó í það minnsta grófa mynd af því hvernig sala Apple Watch hefur gengið frá því úrið fór fyrst á sölu.

Tæknifyrirtækin Fitbit og Xiaomi eru í fyrsta og öðru sæti yfir Apple, og á hælum Tim Cook koma svo Garmin og Samsung. Samtals seldu Fitbit og Xiaomi um 33 milljón tæki á árinu, en þar af átti Fitbit 21 milljón tækja.