Hið árlega Pebble Beach bílauppboð fór fram 20 og 21 ágúst. Alls seldust bílar fyrir 129,8 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 15 milljörðum íslenskra króna. Alls seldust 160 bílar sem flest allir teljast sem fornbílar.

Verðbilið var afar stórt og fór dýrasta bifreiðin á 18,15 milljónir Bandaríkjadala. Um er að ræða Ferrari 250 GT LWB California Spider Comp frá árinu 1959. Um er að ræða einn af níu bílum af þessari tegund. Bílinn hefur unnið til fjölda verðlauna, en hann var lengi vel notaður í kappakstur.

Næst dýrasta bifreiðin fór á 13,5 milljónir dala, en það er einnig Ferrari. Það er þó enginn venjulegur Ferrari, því bíllinn er frá árinu 1960. Tegundin kallast 250 GT SWB Berlinetta Competizione og eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða gamlan kappakstursbíl.

Þriðja sætið tók Alfa Romeo 8C 2300 Monza bifreið, frá árinu 1933. Söluverðið nam 11,99 milljónum dala. Fjórða sætið hrifsaði 1932 árgerð af Bugatti Type 55 Roadster. Bugatti bifreiðin fór á 10,4 milljónir króna.