Stjórnvöld í Rússlandi hafa tilkynnt að Glencore og Katar hafa keypt 19,5% hlut í Rosneft, stærsta olíufyrirtæki Rússlands. BBC greinir frá.

Haft er eftir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, að kaupin sé stærsta einkavæðing og stærsta sala á olíu- og gasmarkaði á þessu ári.

Glencore og Katar hafa fest kaup á 11,3 milljarða dollara hlut í Rosneft. Olíufyrirtækið BP á nú þegar tæplega 20 prósent hlut í fyrirtækinu. Rússnesk stjórnvöld koma þó til með að eiga meirihluta í fyrirtækinu.

Salan var hluti af aðgerðum rússneskra stjórnvalda til að létta undir í ríkisrekstrinum vegna viðskiptaþvinganna Vesturveldanna í Rússlandi.