Eftir sölu á 90,7 milljón hlutum, eða sem nemur 5% hluta í Arion banka á Kaupþing 18,1% hlut í bankanum í gegnum félagið Kaupskil.

Nemur söluandvirðið 72 krónum á hlut, sem er um 1% yfirverð miðað við 71,3 krónu lokagengi bréfanna þann 4. apríl síðastliðinn þegar samið var um viðskiptin. Kaupverðið nemur því 6.530,4 milljónum króna.

Fjárfestingarsjóðurinn Taconic Capital Advisers er kaupandi bréfanna, en samkvæmt lista yfir eigendur bankans á heimasíðu hans þar sem eignarhlutur Kaupskila hefur verið uppfærður er eignarhlutur Taconic 14,53% nú.

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: