*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Innlent 21. mars 2018 18:52

Selja fyrirtækið vegna veikinda

Fyrirtækið Spretta, sem Stefán Karl hefur byggt upp er komið í söluferli hjá KPMG vegna veikinda hans.

Ísak Einar Rúnarsson
Stefán Karl sýnir uppskeru Sprettu en nú er leitað að nýjum einstaklingi til að taka við keflinu af honum.
Aðsend mynd

Fyrirtækið Spretta, sem hefur verið leitt áfram af Stefáni Karli Stefánssyni leikara, er komið í söluferli. Stefán hefur frá árinu 2016 barist við lifrarkrabbamein og veikindin eru nú komin á það stig að hann getur ekki haldið starfinu áfram. Draumur Stefáns er að koma fyrirtækinu í hendurnar á einhverjum sem getur haldið verkinu áfram af sama metnaði og krafti.

Spretta ræktar grænsprettur sem eru fyrstu lauf og stilkar jurta- og grænmetisplantna. Ræktun Stefáns Karls hefur farið fram í tveimur gámum en búið er að fjárfesta í tveimur til viðbótar. „Við þurfum í rauninni bara ljós, mold og vatn. Það er enginn annar að rækta þetta hér heldur er allt annað innflutt. Við það missir varan dálítið bragð og gæði á leiðinni. Við erum eyja úti í hafi, þannig að það er dálítið annað og meira bragð af sprettunum okkar heldur en þessum innfluttu,“ segir Soffía Steingrímsdóttir, annar eigenda félagsins Pop People, sem á allt hlutafé í Sprettu.

Bar brátt að

„Þetta gerðist náttúrulega allt svo hratt. Það var bara fyrir tveimur vikum sem það varð ljóst að Stefán gæti ekki haldið þessu áfram. Þá leituðum við til KPMG sem hafa verið með okkur í frumkvöðlaþjónustu. Þau hafa unnið þetta mjög hratt út af aðstæðum,“ segir Soffía. Fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum.

„Stefán kynntist þessari hugmynd þegar hann var að þvælast um Bandaríkin að leika Trölla [sem stal jólunum]. Hann hefur alltaf verið áhugamaður um ræktun og þetta varð hans hugarfóstur. Ég rek Kvennablaðið með Steinunni, konunni hans, og hann fór að tala um þetta við mig. Mér fannst þetta svolítið galið í upphafi. Ég skildi ekki alveg hvað hann var að fara en svo þegar ég fór að kynna mér þetta þá varð ég alveg heilluð af verkefninu og við ákváðum að kýla á þetta,“ segir hún.

„Reksturinn hefur gengið mjög vel, fyrirtækið óx hratt og án nokkurrar lántöku. Það hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi og veltan tvöfaldaðist á milli fyrsta og annars árs.

Við vorum búin að gera áætlun um að ná fjórföldun fyrir lok árs 2020. Við ætluðum alls ekki að selja á þessum tímapunkti en veikindi Stefáns koma í veg fyrir að hann geti haldið þessu áfram. Við erum meira að segja búin að fjármagna að hluta til stækkun næstu ára,“ segir Soffía.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Nýjustu vendingar í veitingageiranum
 • Forseti ASÍ mundar verkfallsvopnið
 • Garri flutti í nýtt 3 milljarða vöruhús
 • Sigurður Valtýsson og Bakkabræður íhuga höfðun skaðabótamáls vegna Klakka
 • Viðtal við nýjan framkvæmdastjóra lánasjóðsins Framtíðarinnar
 • Kísilver PCC á Bakka verður ræst rétt eftir páska
 • Ítarlegt viðtal við Birgi Jakobsson, fráfarandi landlækni
 • Northstack setur nýtt starfatorg í tæknigeiranum í loftið
 • Viðtal við Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur, nýjan ráðgjafa hjá Aton
 • Óðinn er á sínum stað og fjallar um hneykslið í kringum Facebook
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um embættisafglöp seðlabankastjóra
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim