*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 21. nóvember 2018 14:32

Selur fyrir 1,8 milljónir í Kviku

Formaður áhættu- og endurskoðunarnefndar Kviku banka, Kristín Guðmundsdóttir, varamaður í stjórn, selur í bankanum.

Ritstjórn
Kristín Guðmundsdóttir er varamaður í stjórn Kviku banka.
Aðsend mynd

Kristín Guðmundsdóttir, varamaður í stjórn Kviku banka, og formaður áhættu- og endurskoðunarnefndar Kviku banka, hefur selt 215.000 hluti í bankanum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá gekk bankinn frá kaupum á Gamma Capital Management í byrjun vikunnar.

Söluverð hlutanna er 8,3 krónur svo samanlagt fær hún 1.784.500 krónur fyrir bréfin. Hún á enn 418.594 hluti í bankanum í gegnum félag sitt KG slf. Miðað við þetta gengi væri andvirði bréfanna sem hún á enn eftir 3.474.330 krónur.