Bandaríska fjárfestingafélagið The Yucaipa Copany, sem átti rúmlega fjórungshlut í Eimskip, hefur selt alla sína hluti í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni . Félagið átti hlutina í gegnum tvö dótturfélög sín. Söluverðmætið nemur 11,1 milljarði króna.

Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en samkvæmt Kauphöllinni er skráð gengi 201 króna á hlut. Ekki kemur fram í tilkynningunni hver kaupandinn er.