*

mánudagur, 20. maí 2019
Erlent 1. mars 2017 20:59

Selur Trump Rolls-Royce?

Dýrustu lúxusbílarnir hafa selst eins og heitar lummur frá því að Donald Trump var kjörinn Bandaríkjaforseti.

Ritstjórn

 Sala á lúxusbílum í Bandaríkjunum hefur stóraukist eftir að Donald Trump var kosinn forseti 8. nóvember í fyrra.

Sala á Maserati hefur aukist mest, um 47,8%. Rolls Royce fylgdi fast á hæla ítalska framleiðandans með 32,8% aukningu. Sala á Ferrari hefur aukist um 32%. Þetta kemur fram í tölum Autodata sem unnar voru fyrir Wall Street Journal. Þetta er mun meiri aukning en í bílaiðnaðnum í Bandaríkjunum, þar sem salan jókst aðeins um 1,9%.

Fleiri framleiða bíla í þessum verðflokki, líkt og Mercedes-Benz, en erfitt getur reynst að fá sölutölur fyrir einstakar tegundir.

Aukin sala er rakin til sigurs Trump en mjög lítil sala var mánuðina á undan kosningunum en stjórnmálaskýrendur höfðu útnefnt Hillary Clinton forseta löngu fyrir kosningarnar og byggðu það á skoðanakönnunum.

Hlutabréf í Race, móðurfélagi Ferrari, hækkuðu um 29,5% frá kosningunum. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað mikið. Er það einnig rakið til sigurs Trump.

921 Rollsar seldust í fyrra

Autodata telur að um 7.000 Rolls-Royce, Bentley, Ferrari og Lamborghini bifreiðar hafi selst í fyrra. Rolls-Royce seldist í 921 eintökum í Bandaríkjunum

Allir þessir bílar kosta í kringum 300 þúsund dali eða 30 milljónir króna í Bandaríkjunum. Bílarnir myndu hins vegar kosta um 60 milljónir með 65% vörugjaldi og 24% virðisaukaskatti á Íslandi.

Trump mikill bílaáhugamaður

Donald Trump á mikið bílasafn. Hann hefur jafnan átt Rolls-Royce í bílskúrnum en undanfarin ár hefur hann ekið um á skotheldum Mercedes-Maybach S 600.

Þeir sem eru ósáttir við að Trump sé orðinn forseti, sem eru víst fjölmargir, geta huggað sig við að honum er nú ekið um á einum ljótasta bíl í heimi, forsetabílnum Cadilac númer eitt. Nýr bíll forsetans verður ekkert skárri ef marka má njósnamyndir af honum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim