Yahoo rannsakar nú meintan upplýsingastuld á 200 milljón Yahoo reikningum. Hakkari sem gengur undir nafninu Friður (e. Peace) hefur auglýst upplýsingarnar til sölu á 3 Bitcoins, en það jafngildir rúmum 213 þúsund krónum. Um er að ræða notendanöfn, lykilorð og kennitölur. Gögnin eru líklegast frá árinu 2012.

Tæknifyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum, en ætlar ekki að gefa út frekari yfirlýsingar fyrr en málið hefur verið rannsakað.