Samkvæmt ársreikningi Senu, nam hagnaður félagsins 55,5 milljónum króna árið 2015. Eigið fé nam alls 518,8 milljónum króna og Hlutafé alls 334,2 milljónum króna.

Hlutafé í lok árs er allt í eigu Draupnis fjárfestingarfélags, en hluthafarnir voru fimm í upphafi árs.

Rekstrartekjur Senu hafa aukist milli ára, en þó var afkoman lakari. Árið 2015 námu rekstrartekjurnar 166,6 milljónum króna, en árið 2014 námu þær 124,9 milljónum króna.

Rekstrarkostnaður Senu nam 167,5 milljónum og hefur því lækkað milli ára. Rekstrarkostnaður nam 216,2 milljónum árið 2014.

Lakari afkomu má rekja til áhrifa dótturfélaga. Félagið hagnaðist nefnilega um 136,6 milljónir í fyrra. Handbært fé í árslok var alls 211 milljónir króna, en það var aðeins 15 milljónir króna í fyrra.