Andrey Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi er látinn eftir að árásarmaður skaut hann í bakið á listasýningu í Ankara höfuðborg Tyrklands. Þetta staðfestir talskona rússneska Utanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt tyrkneskum miðlum var Karlov að halda ræðu við opnun listasýningar þegar árásarmaðurinn seildist að honum. Tyrkneska lögreglan hefur árásarmanninn í haldi sínu, en óvíst er um hver ber ábyrgð á árásinni.