Sepp Blatter, forseti alþjóðlega fótboltasambandsins FIFA var nýlega settur í 90 daga bann af siðanefnd félagins frá því að starfa sem forseti félagins.

Auk hans var varaforseti sambandins Michel Platini og framkvæmdastjórann Jerome Valcke einnig settir í jafn langt bann. Blatter hefur nú áfrýjað þessu banni en allir neita þeir sök. BBC greinir frá .

Siðanefnd FIFA vék Blatter úr embætti eftir að saksóknari í Sviss hóf sakamálarannsókn gegn honum í september. Siðanefndin hefur einnig haft til skoðunar greiðslur sem eiga að hafa borist til Platini og Valcke.