Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 552,1 stig í mars á þessu ári og hækkaði um 2,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 7,1%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 12,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 20,9%. Kemur þetta fram í tölum Þjóðskrár.

Vísitala íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 2,5% í mars og hefur hækkað um 21,0% síðastliðna 12 mánuði.

Vísitala íbúðaverðs í sérbýli hækkaði hins vegar um 3,3% og hefur hækkað um 20,2% síðastliðna 12 mánuði.