*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 26. mars 2013 11:26

Serrano verður Zocalo í Svíþjóð

Sænskur fjárfestir hefur gengið til liðs við Serrano í Svíþjóð. Svíar töldu fyrirtækið bjóða upp tapas-rétti og því var skipt um nafn.

Ritstjórn
Emil Helgi ásamt Einari Erni sem stofnaði með honum Serrano.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Veitingastöðum Serrano í Svíþjóð verður breytt í byrjun næsta mánaðar. Þeir verða innréttaðir upp á nýtt og fá staðirnir nýtt nafn. Þeir munu eftirleiðis heita Zocalo. Þetta er ekki eina breytingin framundan hjá Serrano-mönnum en þrír nýir staðir opna í miðborg Stokkhólms á næstu mánuðum. Breytingin er til komin eftir að sænska félagið Gavia Food Holding bættist við hluthafahóp Serrano í Svíþjóð. Félagið átti áður vörumerkið Santa Maria sem margir þekkja.

Í tilkynningu frá Serrano er haft eftir Emil Helga Lárussyni, annar tveggja stofnenda fyrirtækisins, að ráðist hafi verið í nafnabreytinguna til að koma í veg fyrir margvíslegan misskilning. Serrano sé ekki aðeins nafn á mexíkóskum chilipipar heldur samnefndri skinku þá haldi margir Svíar að Serrano bjóði upp á tapas-rétti.

„Við töldum því rétt að skipta um nafn og árétta mexíkóskar áherslur okkar áður en við höldum sókninni áfram. Serrano á Íslandi heldur hins vegar sínu gamla og góða nafni,“ er haft eftir Emil í tilkynningu. 

Nafnið Zocalo er dregið af heitinu á stærsta torginu í Mexíkóborg.  Þar hittir fólk vini og fjölskyldu, skemmtir sér og borðar góðan mexíkóskan mat.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim