*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 13. apríl 2011 15:58

Sérstakur saksóknari festir kaup á hugbúnaði

Embætti sérstaks saksóknara hefur notað hugbúnað frá fyrirtækinu Clearwell í sex mánuði.

Ritstjórn
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í tölvunni.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á hugbúnaði fyrirtækisins Clearwell Systems. Hugbúnaðurinn heitir Clearwell E-Discovery Platform og er um að ræða forrit sem er notaður við rannsóknarvinnu á tölvugögnum.

Clearwell greinir frá kaupunum á heimasíðu sinni. Eiríkur Rafnsson, starfsmaður sérstaks saksóknara, segir í samtali við Clearwell að hugbúnaðurinn uppfylli allar kröfur embættisins. Hann segir að búnaðurinn sé hraður og ráði við allar tegundir skjala.

Eiríkur segir einnig að tölvuskjöl embættisins séu talin í milljónum. Á þeim sex mánuðum sem Clearwell hugbúnaður hefur verið í noktun hafi skilvirkni aukist til muna.

Frétt á vefsíðu Clearwell.