Innanríkisráðherra telur nauðsynlegt að styrkja tölvubrotadeild lögreglu og vill fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Tap innlendra höfundarrétthafa af niðurhali er talið nema um 1 milljarði króna.

Efling tölvubrotadeildar lögreglu

Í gær kynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra áform um eflingu tölvubrotadeildar lögreglunnar í kjölfar nefndarálits sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd.

Nefndin, sem var undir forystu  Brynjar Níelssonar þingmanns, kom með ýmsar tillögur að úrbótum, þær sem eru á forræði innanríkisráðuneytisins eru fyrst og fremst að:

  • Sérstök netbrotadeild lögreglu yrði stofnuð þar sem brot gegn rétthöfum höfundarréttarvarins efni njóti forgangs.
  • Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæði skráarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot
  • Sett verði lög um landslénið .is og rekstraraðila þess, en í dag gilda engar reglur um það.

Vísaði Innanríkisráðherra meðal annars í skýrslu sem unnin var fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð um umsvif iðnaðarins að tap innlendra höfundarrétthafa af ólöglegu niðurhali sé um einn milljarður króna.