Landsbankinn hefur birt áætlun um fjármögnun á markaði fyrir árið 2017, ásamt útboðsdagatali fyrir regluleg útboð á innlendum markaði.

Sértryggð skuldabréf

Landsbankinn áætlar að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir 25 til 30 milljarða króna á árinu 2017.

Fimm flokkar sértryggðra skuldabréfa eru útistandandi, þrír óverðtryggðir og tveir verðtryggðir. Heildarnafnverð flokkanna nemur 41.640 milljónum króna.

Einn flokkur sértryggðra skuldabréfa er á gjalddaga á árinu, en það er LBANK CB 17. Áætlunin gerir því ráð fyrir að nafnverð útgefinna sértryggðra skuldabréfa nemi 63 til 68 milljörðum í árslok 2017.

Samkvæmt tilkynningunni verður stefnt að því að halda útboð á sértryggðum skuldabréfum að jafnaði einu sinni í mánuði og verða útboðin líklegast háð markaðsaðstæðum hverju sinni.

Einnig verður stefnt að því að útboð verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa fari fram að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Víxlar

Útboð á víxlum verða að jafnaði haldin einu sinni í hverjum mánuði, samkvæmt áætlun Landsbankans. Bæði verða gefnir út nýir víxlaflokkar að viðbótarútgáfu þegar útgefinna flokka og verður hver flokkur boðinn til sölu í tvígang, hið minnsta. Eins og er eru sex víxlaflokkar útistandandi og nemur heildarnafnverð þeirra um 11.800 milljónum króna.

Önnur fjármögnun

Landsbankinn stefnir einnig að því að ljúka endurfjármögnun á veðtryggðum skuldabréfum útgefnum í erlendri mynt á árinu 2017. Aðrir fjármögnunarkostir á innlendum markaði verða einnig skoðaðir, þ.m.t útgáfa á óverðtryggðum skuldabréfum í íslenskum krónum, með það að markmiði að breikka fjármögnunargrunn bankans.

Allar áætlanir eru þó háðar fyrirvara og því áskilur sér Landsbankinn þann rétt að gera breytingar á útgáfuáætlun ársins 2017 án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar þar um.

Útboðsdagatal

Útboðsdagatal bankans má nálgast á heimasíðu bankans. Allar áætlanir eru háðar fyrirvara og því áskilur sér Landsbankinn þann rétt að gera breytingar á útgáfuáætlun ársins 2017 án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar þar um.