*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 29. júní 2017 12:34

Setja 100 þúsund tonn í flugvöllinn

Framkvæmdastjóri stærstu malbikunarstöðvar landsins segir félagið tvisvar síðustu 15 árin fengið verkefni í Reykjavík í samkeppni við Höfða sem er í eigu borgarinnar.

Ritstjórn

Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar Colas, segir að í yfirstandandi endurnýjun flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli fari jafnmikið af malbiki og fer í malbikun á höfuðborgarsvæðinu á einu ári. Er um að ræða 100 þúsund tonn af malbiki að því er Morgunblaðið greinir frá, en í ár lítur út fyrir metár í rekstri fyrirtækisins með veltu upp á 4-5 milljarða króna.

„Þetta eru svakalegar framkvæmdir. Það er verið að endurnýja allt slitlag og hluta af burðarlögum á báðum flugbrautum. Það má segja að þetta sé afrek þar sem þetta gerist á sama tíma og flugumferð hefur aldrei verið meiri,“ segir Sigþór, en verkefninu á að ljúka í haust. „Eftir helgina verður norður-suður-brautinni lokað en austur-vestur-brautin sett í notkun, tilbúin í fullri lengd.“

Viðsnúningur í rekstri

Að sögn Sigþórs hafi félagið, sem er að fullu í eigu alþjóðlegu Colas samsteypunnar, staðið vel síðan árið 2013, en félagið er nú það stærsta á markaðnum.

En síðustu fjögur árin á undan hafa verið mjög erfið. Segir hann aðalsamkeppnisaðila fyrirtækisins, malbikunarstöðin Höfði, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hafa unnið öll útboð í borginni í ár líkt og svo oft áður. „Mig minnir að við höfum tvisvar sinnum á síðustu 15 árum fengið verk í borginni í viðhaldi,“ segir Sigþór.

„Það virðist líka vera sæmilegt að gera hjá minni fyrirtækjum í þessum geira. Það eru gatnaframkvæmdir hér og þar, en þetta er ekki eins og var fyrir hrun þegar verið var að byggja upp heilu hverfin. Nú er meira um þéttingu byggðar í grónum hverfum, og ekki miklar gatnaframkvæmdir sem fylgja því.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim