Disney hefur greint frá því að fyrirtækið sé að setja á fót streymiþjónustuna Disney+, en hennar er þó ekki að vænta fyrr en í nóvember í Norður-Ameríku. Enn lengra er þar til að streymiþjónustan ratar inn á aðra markaði, að því er BBC greinir frá.

Margir þættir valda þessari töf, en að mestu er hún tilkomin vegna þess að fyrirtækið er enn að bíða þess að sýningarleyfi annarra steymiþjónusta á efni fyrirtækisins renni út.

Það eru enn allt að fjögur ár þar til samningar Disney við aðrar steymiþjónustur rennur út og talið er að þessi bið gæti haft áhrif á velgengni fyrirtækisins á streymiþjónustumarkaðnum, en sá markaður er sagður helsta forgangsefni forstjórans Bob Iger.