Bauhaus á Íslandi tapaði rúmum 79 milljónum árið 2015, en árið áður tapaði fyrirtækið 610 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015.

Nýtt hlutafé var sett í Bauhaus á árinu 2015 að andvirði tæpum 2.255 milljónum.

Skuldir Bauhaus við tengd félög námu 793,6 milljónum í árslok 2015, en skuldir fyrirtækisins við tengd félög voru engin í árslok 2014.

Rekstrartekjur Bauhaus á Íslandi námu 2,2 milljörðum árið 2015 samanborið við rúma 2 milljarða árið áður. Hins vegar var rekstrartap fyrirtækisins 305 milljónir árið 2015.

Eigið fé var neikvætt um 1,8 milljarð árið 2014 en hækkaði upp í tæpa 347 milljónir árið 2015.

BAHAG Baus Beiteilingungsgeselleschaft á 99% hlut í Bauhaus en BAUHAUS á Íslandi á 1% hlut í Bauhaus. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Mads Bilenberg Joergensen.